Aldrei allt í lagi, 2022
silk screen print on A2 paper, 1/20


   
©Vigfús Birgisson


©Vigfús Birgisson




Language Toggle Integration Test

17. júní 2021 voru sextíu ár liðin frá stofnun Listasafns ASÍ. Af því tilefni gaf safnið út níu handunnin veggspjöld eftir níu unga myndlistarmenn/hönnuði sem fjalla um helstu brennandi baráttumál samtímans. Efni veggspjaldanna er ætlað að tala inn í samtímann með myndmáli sem allir skilja. Með verkefninu hyggst safnið fanga tíðaranda dagsins í dag. Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í samfélaginu á þeim 60 árum sem safnið hefur verið starfrækt. Með því að nota aðferðir sem voru við lýði fyrir sextíu árum kallast verkefnið á við fortíðina og segir jafnframt sögu samtímans og þess sem við honum blasir.

Verkefnið dregur nafn að frægðu málverki Kjarvals frá 1946 sem sýnir ungmenni í fjöru í rigningarsudda. Í lýsingu á verkinu ÞAÐ ER GAMAN AÐ LIFA stendur skrifað: ,,Náttúran er dálítið drungaleg og veðurhorfur tvísýnar. Drengirnir í fjörunni vita vel hvað þeir vilja og það er ekki gaman að lifa fyrir það eitt að allt leikur í lyndi, heldur miklu fremur vegna þess að þeir þora að horfast í augu við hina tvísýnu veröld og eru ákveðnir í að bjarga henni.’’

Tilgangur verkefnisins er m.a. að hvetja unga hönnuði og myndlistarfólk til að ,,horfast í augu við tvísýna veröld‘‘ túlka hana og tjá sig um það sem er að gerast í mannlegu samfélagi.